Í upphafi náms skal gerð skrifleg námsáætlun þar sem m.a. er kveðið á um gagnkvæmar skyldur og réttindi doktorsnema, leiðbeinanda, doktorsnefndar og Miðstöðvar framhaldsnáms fyrir hönd Háskóla Íslands. Í námsáætluninni skal m.a. koma fram raunhæf áætlun um fjármögnun og framvindu doktorsnámsins, ákvæði um birtingarétt, námsaðstöðu og önnur gögn og gæði, svo sem tilraunaaðstöðu, sem er nauðsynleg vegna námsins.