Doktorsfyrirlestur í jarðfræði

Þriðjudaginn 7. júní flytur Giulia Sgattoni fyrirlestur um doktorsritgerð sína í jarðeðlisfræði. Ritgerðin ber heitið:  Einkenni og jarðfræðilegar orsakir jarðskjálfta og skjálftaóróa í Kötlu (Characteristics and geological origin of earthquakes and tremor at Katla volcano (Iceland)). Fyrirlesturinn fer fram í stofu 132 í Öskju og hefst kl. 15.00.

Um er að ræða sameiginlega doktorsgráðu við Háskóla Íslands og Háskólann í Bologna, Ítalíu, og fór doktorsvörnin fram í Bologna 15. apríl sl.

Andmælendur voru Chris Bean, prófessor við University College, Dublin, Írlandi og Gilberto Saccorotti, skjálftafræðingur við INGV, Pisa, Ítalíu.

Leiðbeinendur voru dr. Páll Einarsson, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, dr. Federico Lucchi, prófessor við  Háskólann í Bologna, Ítalíu, og dr. Ólafur Guðmundsson, prófessor við  Háskólann í Uppsölum, Svíþjóð.

Giulia Sgattoni stundaði nám til BS-prófs við Háskólann í Bologna 2005-2008 og til MS-prófs í jarðfræði, með áherslu á jarðskjálfta- og eldgosavá, við sama skóla 2008-2010. Frá ársbyrjun 2012 hefur hún stundað nám og rannsóknir til sameiginlegrar PhD-gráðu í jarðeðlisfræði við Háskólann í Bologna og Háskóla Íslands. Talsverður hluti námsins fór auk þess fram við Uppsalaháskóla.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is