Kynning á framhaldsnámi í líf- og raunvísindum í Bandaríkjunum

(English below)

Dr. Jan F. Chlebowski, varaforseti framhaldsnáms við VCU School of Medicine við Virginia Commonwealth University í Richmond í Virginíu, heldur opinn kynningarfund um framhaldsnám í líf- og raunvísindum í Bandaríkjunum miðvikudaginn 25. maí nk. kl. 15.00. Erindið verður haldið í stofu 104 á Háskólatorgi.

Heiti erindisins er: Skipulag námsins, undirbúningur umsóknar, val á háskóla og fjárhagsleg aðstoð. Dr. Chlebowski mun svara fyrirspurnum að erindi sínu loknu. Hann hefur um árabil átt margháttað samstarf við Háskóla Íslands, einkum í lífvísindum, oft heimsótt Ísland og kynnt nemendum námsmöguleika í Bandaríkjunum.

Framhaldsnám (meistara- og doktorsnám) í Bandaríkjunum felur í sér fjölbreytt tækifæri fyrir námsmenn hvað varðar fjölda, staðsetningu og áherslur námsleiðanna. Skipulag námsins er um margt ólíkt því sem tíðkast í evrópskum háskólum. Mikilvægt er að skilja þennan mismun til að geta vandað valið á þeim háskólum sem sótt er um nám í. Til að fá inngöngu og fjárhagslegan stuðning getur skipt sköpum að vita hvernig best sé að standa að undirbúningi og gerð umsóknar, þ.m.t. að koma því á framfæri hvaða þekkingu og hæfni umsækjandi hefur öðlast í grunnnámi. Á kynningarfundinum verður fjallað um þessar og aðrar skyldar spurningar og þátttakendum gefinn kostur á að bera fram spurningar við dr. Chlebowski.

Allir sem áhuga hafa á framhaldsnámi í Bandaríkjunum eru velkomnir. Fundurinn er í boði Miðstöðvar framhaldsnáms við Háskóla Íslands.

English:

Seminar on graduate education in the U.S.

Wednesday 25 of May, dr. Jan F. Chlebowski will hold a seminar for students at the University of Iceland on Ph.D. training in the U.S. in the physical and life sciences. Dr. Chlebowski is Professor of biochemistry and Associate Dean for Graduate Education at VCU School of Medicine, Virginia Commonwealth University, in Richmond, Virginia. The title is: The structure of programs, preparing an application, making a choice and financial support.
The seminar will take place in Háskólatorg, room 104, at 3.00 p.m.

Advanced degree (Masters, Doctoral) training in the United States provides a wide range of opportunities for individuals with respect to the number, location and character of programs. The framework for graduate training in the U.S. differs from that typically found in European institutions. Understanding these differences is important in identifying institutions to which an application might be made. Understanding the structure and preparation of your application, including communicating the skills gained in your training as an undergraduate, can be critical in gaining admission and financial support for your training. These and related topics will be presented in an informal talk which will allow time for questions and answers.

All those who are interested in graduate studies in the United States are welcome. The seminar is held by the Graduate School of the University of Iceland.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is