Fræðsla fyrir leiðbeinendur doktorsnema á Heilbrigðisvísindasviði 24. maí - takið daginn frá!/ Ph.D. supervisor training!

Miðstöð framhaldsnáms og Kennslumiðstöð HÍ standa fyrir fræðslu fyrir leiðbeinendur doktorsnema 24. maí frá kl. 9:00 - 16:00.  Námskeiðið verður haldið í stofu HT-300 og skráning er hafin á heimasíðu Kennslumiðstöðvar HÍ. 

Í samræmi við kröfur vegna vottunar ORPHEUS samtakanna á doktorsnámi á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands verður boðið upp á námskeið fyrir leiðbeinendur doktorsnema á því sviði. Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á öflugt doktorsnám og í framtíðinni er stefnt að því að námskeiðið verði í boði fyrir alla leiðbeinendur við Háskóla Íslands.

Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um reglur Háskóla Íslands um doktorsnám og viðmið og kröfur skólans um gæði doktorsnáms. Starfsemi Miðstöðvar framhaldsnáms verður kynnt og reyndur leiðbeinandi úr Háskóla Íslands mun miðla af reynslu sinni. Sérstakur gestur verður forseti ORPHEUS, prófessor Robert Harris frá Karolinska Institutet en hann mun m.a. fjalla um hlutverk og skyldur leiðbeinenda, mismunandi aðferðir við leiðbeiningu og samskipti leiðbeinenda og doktorsnema. 

-----------------------

The Graduate School and the Centre for Teaching and Learning are offering a course for supervisors of doctoral students on 24 May, from 9 a.m. to 4 p.m. The course will be held in room HT-300 and registration is open on the Centre for Teaching and Learning website.

In accordance with the requirements of the ORPHEUS labelling committee regarding doctoral studies at the University of Iceland School of Health Sciences, a course will be offered for supervisors of doctoral students at the School. The University of Iceland places a strong emphasis on high quality doctoral studies and aims to offer this course to all supervisors at the University in the future.

The course will cover topics such as University of Iceland rules regarding doctoral studies, and criteria and requirements for the quality of doctoral studies. It will include an introduction to the work of the Graduate School and an experienced supervisor at the University of Iceland will share his/her [delete as applicable depending on who the supervisor in question is] experiences. Professor Robert Harris from Karolinska Institutet, President of ORPHEUS, will be a special guest. He will discuss the role and responsibilities of supervisors, different methods in student supervision, and communication between supervisor and doctoral student.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is