Námskeið í siðfræði vísinda fyrir framhaldsnema

Námskeið í siðfræði vísinda og rannsókna verður haldið á vormisseri fyrir framhaldsnema við Háskóla Íslands. Markmið þess er að nemendur öðlist þekkingu á siðferðilegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum.

Kennsla á námskeiðinu er í formi fyrirlestra og umræðna. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara. Í lok annar skila nemendur svo ritgerð um vísindasiðferðilegt álitamál að eigin vali.

Námskeiðið er lotunámskeið, sem kennt er síðdegis á föstudögum fyrstu sex vikur annarinnar, 15. janúar-16. febrúar (nánari staðsetning tilkynnt síðar). Kennari á námskeiðinu er Finnur Dellsén, netfang: fud@hi.is

Umfjöllunarefni:
Fjallað verður meðal annars um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna; Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda; Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi; Vald og vísindi; Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi; Vísindin og samfélagið; Siðfræði rannsókna.

Hæfniviðmið:
Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að hafa:
•    Aflað sér þekkingar á siðgæðiskröfum í vísindastarfi og á þeim siðareglum sem gilda um rannsóknastarfsemi.
•    Öðlast skilning á kröfum fagmennskunnar og ábyrgð vísindamanna.
•    Lært að hugsa um málefni jafnréttis og staðla um góða starfshætti.
•    Öðlast reynslu af þátttöku í málefnilegri rökræðu um siðferðileg álitamál og færni í að vega og meta ólík sjónarmið af skilningi og með virðingu.
•    Öðlast reynslu í að útskýra niðurstöður sínar um viðfangsefnið og rök sín í nálægð við kennara og aðra nemendur.
 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is