Andmælendur við doktorsvarnir

Langflestir andmælendur við doktorsvarnir við Háskóla Íslands starfa erlendis eða að jafnaði tæplega 70% á tímabilinu 2009-2015 (sjá mynd 1). Komi andmælandi erlendis frá er í flestum tilvikum um að ræða einstakling með erlent ríkisfang en í nokkrum tilvikum er um að ræða Íslending sem starfar erlendis. Um helmingur doktorsvarna fer nú fram með annan andmælanda erlendis frá og hinn starfandi á Íslandi en við tæpan helming doktorsvarna eru báðir andmælendur starfandi erlendis. Einungis um 5% doktorsvarna við Háskóla Íslands fara nú fram með báða andmælendur starfandi hér á landi (sjá mynd 2).

 

 

 

 

 

Mynd 1: Starfsvettvangur andmælenda eftir búsetu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd 2: Starfsvettvangur andmælenda eftir doktorsvörnum

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is