500 doktorsvarnir við Háskóla Íslands

Axel Hall varð í dag fimm hundraðasti doktorsneminn til þess að brautskrást frá Háskóla Íslands frá stofnun skólans. Hann varði doktorsritgerð sína við Hagfræðideild, en fyrstur manna til þess að leggja fram ritgerð við skólann var Páll Eggert Ólason (árið 1919) og Selma Jónsdóttir varð fyrst kvenna til þess að leggja fram rit til varnar (1960). Frá árinu 1919 hafa alls 286 karlar (57%) og 214 konur (43%) lokið doktorsprófi frá skólanum. Á síðustu 20 árum hefur doktorsnámið eflst og dafnað við Háskóla Íslands en í stefnumörkun skólans árið 2006 var lögð mikil áhersla á eflingu rannsókna og doktorsnáms. Efling doktorsnámsins hefur án efa átt ríkan þátt í að styrkja stöðu Háskóla Íslands sem viðurkennds alþjóðlegs rannsóknarháskóla, en þess má geta að um þriðjungur þeirra sem stunda nú doktorsnám við skólann koma erlendis frá og sama hlutfall birtist í hópi þeirra sem brautskráðst hafa frá skólanum undanfarin ár. Hér má skoða nánari tölfræði um doktorsnám við Háskóla Íslands.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: Kynjahlutfall brautskráðra doktora frá 1919

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is