Aðstoðarkennarastyrkir fyrir doktorsnema

Aðstoðarkennarastyrkir eru ætlaðir doktorsnemum sem ekki hafa fengið grunnframfærslu frá öðrum sjóðum (Rannsóknasjóði HÍ, Háskólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands o.s.frv.) og eru skilyrtir því að viðkomandi deild útvegi kennslu fyrir styrkþegann, sem deildin greiðir. Styrkirnir eru auglýstir einu sinni á ári, í desember, og er umsóknarfrestur til 1. febrúar. Sótt er um til viðkomandi fræðasviðs en umsjón með úthlutun hefur Miðstöð framhaldsnáms. Slóð á eyðublað og verklagsreglur um styrkina er að finna á Uglunni.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is